sun 01. febrúar 2015 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust hjá Juventus - Inter tapaði
Domenico Berardi skoraði fyrir Sassuolo
Domenico Berardi skoraði fyrir Sassuolo
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum er lokið í ítölsku deildinni í dag en Juventus tapaði stigum er liðið gerði markalaust jafntefli við Udinese.

Palermo sigraði Hellas Verona með tveimur mörkum gegn einu. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópnum hjá Verona í dag en Andrea Belotti skoraði sigurmarkið um það bil tíu mínútum fyrir leikslok.

Sassuolo lagði Inter með þremur mörkum gegn einu. Simone Zaza kom liðinu yfir áður en Nicola Sansone bætti við öðru. Mauro Icardi minnkaði muninn áður en Domenico Berardi, sem er á láni frá Juventus, gulltryggði sigur Sassuolo.

Udinese gerði þá markalaust jafntefli við Juventus en Rómverjar eru eflaust ánægðir með úrslitin enda er liðið í harðri titilbaráttu við liðið.

AC Cesena lagði þá Lazio með tveimur mörkum gegn einu. Franski vængmaðurinn Gregoire Defrel kom Cesena yfir áður en Danilo Cataldi varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir Lazio en lengra komst liðið ekki.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Cesena í dag.

Fabio Quagliarella gerði sér þá lítið fyrir og skoraði þrennu í 5-1 sigri Torino á Sampdoria en það var annar fyrrum leikmaður Juventus sem skoraði fyrir Torino en það gerði Amauri er hann gerði fjórða mark liðsins áður en Pedro Obiang minnkaði muninn.

Úrslit dagsins.

Atalanta 2 - 1 Cagliari
1-0 Giuseppe Biava ('18 )
1-1 Daniele Dessena ('44 )
2-1 Mauricio Pinilla ('90 )

Palermo 2 - 1 Verona
0-1 Panagiotis Tachtsidis ('9 )
1-1 Paulo Dybala ('18 )
2-1 Andrea Belotti ('79 )

Sassuolo 3 - 1 Inter
1-0 Simone Zaza ('17 )
2-0 Nicola Sansone ('29 )
2-1 Mauro Icardi ('83 )
3-1 Domenico Berardi ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Nicola Sansone, Sassuolo ('90)Isaac Donkor, Inter ('90)

Udinese 0 - 0 Juventus

Cesena 2 - 1 Lazio
1-0 Gregoire Defrel ('60 )
2-0 Danilo Cataldi ('77 , sjálfsmark)
2-1 Miroslav Klose ('87 )

Chievo 1 - 2 Napoli
0-1 Bostjan Cesar ('18 , sjálfsmark)
1-1 Miguel Britos ('25 , sjálfsmark)
1-2 Manolo Gabbiadini ('62 )

Torino 5 - 1 Sampdoria
1-0 Fabio Quagliarella ('16 )
2-0 Fabio Quagliarella ('29 , víti)
3-0 Fabio Quagliarella ('65 )
4-0 Amauri ('75 )
4-1 Pedro Obiang ('77 )
5-1 Bruno Peres ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner