Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. febrúar 2015 22:05
Alexander Freyr Tamimi
Spánn: Barcelona kom til baka og vann Villarreal
Barcelona vann í kvöld.
Barcelona vann í kvöld.
Mynd: Getty Images
Barcelona 3 - 2 Villarreal
0-1 Denis Cheryshev ('30 )
1-1 Neymar ('45 )
1-2 Luciano Vietto ('51 )
2-2 Rafinha ('53 )
3-2 Lionel Andres Messi ('55 )

Lionel Messi var bjargvættur Barcelona í tæpum sigri gegn Villarreal í spænsku La Liga í kvöld.

Villarreal komst yfir í tvígang, bæði með mörkum frá Denis Cherysev og Luciano Vietto. Í bæði skiptin jöfnuðu Börsungar, fyrst jafnaði Neymar rétt fyrir leikhlé og síðan Rafinha.

Lionel Messi skoraði svo sigurmarkið á 55. mínútu og kom Barca í 3-2, en fleiri urðu mörkin ekki.

Barcelona er nú með 50 stig, stigi á eftir Real Madrid sem er með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner