Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2015 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Brendan Rodgers: Þeir urðu að sofa allan föstudaginn
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool var stoltur af leikmönnum sínum þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið spilaði framlengdan leik sem endaði í vítaspyrnukeppni í Tyrklandi á fimmtudaginn og átti svo langt flug til baka.

,,Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir leikmönnunum. Þeir komu til baka hálf fjögur á föstudagsmorguninn og klukkan var orðin sex þegar þeir komust í rúmið. Þeir urðu að sofa allan föstudaginn," sagði rodgers eftir leikinn.

,,Við tókum svo létta æfingu í gær en það var magnað að sjá þá koma hingað út og spila eins og þeir gerðu."

,,Þeir héldu toppliði niðri svo þeir náðu aðeins einu skoti á mark og eiga skilið allt hrós sem þeir fá."

,,Einhverjir efuðust um karakterinn í liðinu í byrjun tímabilsnis en við vorum bara að reyna að finna taktinn og stilla liðið af með lítinn tíma og marga nýja leikmenn. Þetta gerðist ekki bara allt í einu, þeir lögðu hart að sér og trúðu á það sem þeir voru að vinna í."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner