Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. mars 2015 19:24
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í langþráðum sigri
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir Cesena.
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir Cesena.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon fékk tækifærið í byrjunarliði Cesena eftir að hafa verið á bekknum í undanförnum leikjum og þakkaði hann fyrir tækifærið.

Varnarmaðurinn ungi, sem er á láni frá Juventus, átti flottan leik og Cesena vann kærkominn 1-0 sigur eftir nokkra leiki án sigurs. Alejandro Rodriguez skoraði eina mark Cesena þegar stundarfjórðungur var eftir.

Mohamed Salah er að koma gríðarlega sterkur inn í lið Fiorentina, en hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Inter í dag.

Þá vann Sampdoria dramatískan 2-1 sigur gegn Atalanta eftir að hafa lent undir, og Lazio burstaði Sassuolo.

Palermo 0 - 0 Empoli

Inter 0 - 1 Fiorentina
0-1 Mohamed Salah ('55 )

Sassuolo 0 - 3 Lazio
0-1 Felipe Anderson ('45 )
0-2 Miroslav Klose ('70 )
0-3 Marco Parolo ('77 )

Atalanta 1 - 2 Sampdoria
1-0 Guglielmo Stendardo ('16 )
1-1 Luis Muriel ('68 )
1-2 Stefano Okaka Chuka ('81 )

Cesena 1 - 0 Udinese
1-0 Alejandro Rodriguez ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner