Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. mars 2015 20:43
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikarinn: Álftanes vann Ægi í markaleik
Álftanes vann í dag.
Álftanes vann í dag.
Mynd: Úr einkasafni
Ægir 2 - 5 Álftanes
0-1 Kristján Lýðsson ('3)
1-1 Daníel Rögnvaldsson ('9)
1-2 Kristján Lýðsson ('40)
1-3 Bragi Þór Kristinsson ('67, víti)
2-3 Andri Sigurðsson ('72)
2-4 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('80)
2-5 Bragi Þór Kristinsson ('81)

Álftanes vann 5-2 sigur gegn Ægi þegar liðin mættust í fjörugum leik í B-deild Lengjubikarsins í dag.

Strax á 3. mínútu kom Kristján Lýðsson liði Álftaness í 1-0, en það tók Daníel Rögnvaldsson rétt rúmlega 5 mínútur að jafna metin. Kristján skoraði svo aftur fyrir leikhlé og var staðan 2-1 Álftanesi í vil í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum skoraði Bragi Þór Kristinsson tvö mörk og Guðbjörn Alexander Sæmundsson eitt fyrir Álftanes, en þess á milli skoraði Andri Sigurðsson eitt mark fyrir Ægi.

En lokatölur 5-2 Álftanesi í vil.
Athugasemdir
banner
banner
banner