Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 01. mars 2015 17:12
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Stórsigur Fylkis á BÍ/Bolungarvík
Albert Brynjar skoraði tvö fyrir Fylki í dag.
Albert Brynjar skoraði tvö fyrir Fylki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 5 - 0 BÍ/Bolungarvík:
1-0 Andrés Már Jóhannesson ('7)
2-0 Albert Brynjar Ingason ('34)
3-0 Albert Brynjar Ingason ('40)
4-0 Andrés Már Jóhannesson ('49)
5-0 Kjartan Ágúst Breiðdal ('77)

Fylkismenn unnu auðveldan sigur á BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla í dag en áður en yfir lauk hafði Fylkir skorað fimm mörk gegn engu marki djúpmanna.

Andrés Már Jóhannesson kom Fylki yfir á 7. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Alberts Brynjars Ingasonar og eftir það komu mörkin á færibandi.

Andrés Már og Albert Brynjar skoruðu tvö mörk hvor og Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði það fimmta þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir.

Fylkir hafði áður unnið ÍBV og gert jafntefli við Breiðablik í Lengjubikarum í ár og tók toppsætið í riðli 2 með þessum sigri með 7 stig.

BÍ/Bolungarvík hefur tapað öllum sínum þremur leikjum með markatöluna 0-12.
Athugasemdir
banner
banner
banner