Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. mars 2015 21:55
Alexander Freyr Tamimi
Spánn: Real Madrid gerði óvænt jafntefli
Ronaldo skoraði úr víti en það dugði ekki til.
Ronaldo skoraði úr víti en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Villarreal
1-0 Cristiano Ronaldo ('52 , víti)
1-1 Gerard Moreno ('64 )

Það var ekki bara Atletico Madrid sem missteig sig í spænsku La Liga í kvöld, en topplið Real Madrid þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Villarreal.

Eftir markalausan fyrri hálfleik fengu Madrídingar víti og Cristiano Ronaldo skoraði af vítapunktinum.

Hins vegar gáfust gestirnir ekki upp og jöfnuðu metin rúmum tíu mínútum síðar með marki frá Gerard Moreno.

Ekki var meira skorað í leiknum og lokatölur 1-1. Real Madrid er nú með 61 stig á toppnum, einungis tveimur stigum meira en Barcelona í 2. sætinu, en Börsungar unnu Granada um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner