Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. mars 2015 18:07
Alexander Freyr Tamimi
Terry: Stjórinn sagði strax að við vildum vinna þennan bikar
Costa og Cahill fagna með Terry í dag.
Costa og Cahill fagna með Terry í dag.
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, var að vonum ánægður eftir að liðið hampaði enska deildabikarnum á Wembley í dag.

Chelsea vann 2-0 sigur gegn Tottenham í úrslitaleiknum, þökk sé mörkum frá Terry og sjálfsmarki frá Kyle Walker í kjölfar skots frá Diego Costa.

Terry segir að markmiðið hafi frá byrjun verið að vinna deildabikarinn.

,,Þetta er fyrsti bikarinn á tímabilinu og það er frábært. Þetta gæti verið upphafið að einhverju mjög góðu, en nú þurfum við að einbeita okkur að deildinni," sagði Terry við Sky Sports.

,,Mér fannst við hafa mjög góða stjórn á leiknum og við höndluðum pressuna vel. Fyrri hálfleikur var jafn en við áttum seinni hálfleikinn."

,,Stjórinn tók það skýrt fram strax í upphafi að markmiðið væri að vinna þessa keppni."

Athugasemdir
banner
banner
banner