Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 01. mars 2015 08:32
Hafliði Breiðfjörð
Vantar mann í bolta?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vantar mann í bolta? er samfélag sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að boltinn sem þú borgaðir dýrum dómum fyrir falli niður.

Þú ert kannski búinn að bíða alla vikuna eða tókst vel á því um helgina og getur ekki beðið eftir að svitna í boltanum, en nei þá næst ekki lágmark mannskapur í boltan. Gjörsamlega ólíðandi ástand.

Þarna geta menn stokkið til með littlum fyrirvara og reddað félaganaum. Getan skiptir ekki máli enda snýst þetta samfélag um að manna boltan. Menn þurfa ekki að þekkjast eða vera bestu vinir til að spila fótbolta eða körfu.

Kefið er einfalt. Þú like-ar síðuna og þá getur þú fylgst með því sem þar fer fram.

Ef td. Vantar 2 menn í Sporthúsið kl.18 á mánudegi þá póstar umsjónaraðili þess botla inná síðuna að það vanti 2 menn.

Allir þeir sem hafa like-að síðuna ættu að sjá það og þeir fyrstu sem melda sig inn skuldbinda sig til að mæta á réttum tíma með því að kommenta undir mæti#1 og sá sem nær næstur mæti#2. Þannig er sá bolti mannaður og fellur því sá bolti ekki niður.

Við hvetjum alla til að líka vel við þessa síðu, Vantar mann í bolta?.
Athugasemdir
banner
banner