Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
banner
   þri 01. mars 2016 14:21
Elvar Geir Magnússon
Treyjumál
Geir Þorsteins: Verðmæti samningsins um 100 milljónir
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag var kynntur ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins sem strákarnir okkar munu klæðast á Evrópumóti landsliða í Frakklandi í sumar. Öll landslið Íslands munu fara í þessa treyju sem er frá Errea.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að um langstærsta treyjusamning sem KSÍ hafi gert sé að ræða en nýr samningur til fjögurra ára við Errea var handsalaður.

„Í fyrsta skipti fáum við greitt fyrir að leika í ákveðnu vörumerki. Þetta geta verið nokkrir tugir milljóna yfir þessi fjögur ár. Við erum líka að fá mun meira magn af vörum og þetta eru gríðarlega miklir fjármunir. Ég get alveg sagt að verðmæti þessa samning sé um 100 milljónir," segir Geir.

KSÍ var í viðræðum við fleiri merki þar sem aðrir aðilar sýndu áhuga á að taka yfir íslensku landsliðstreyjurnar.

„Við sannarlega fórum í viðræður til að skoða hvað væri í boði á markaðnum. Á endanum var ákveðið að halda áfram í Errea. Við fengum mun betra tilboð frá þeim en við höfum fengið áður frá þeim."

Geir segir að nýju treyjurnar hafi verið valdar af KSÍ, leikmönnum landsliðsins og Errea.

„Búningurinn fyrir leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðningsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvaða lið vinnur Fótbolti.net bikarinn undir ljósum Laugardalsvallar á föstudagskvöld?
Athugasemdir
banner
banner
banner