Í dag var kynntur ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins sem strákarnir okkar munu klæðast á Evrópumóti landsliða í Frakklandi í sumar. Öll landslið Íslands munu fara í þessa treyju sem er frá Errea.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að um langstærsta treyjusamning sem KSÍ hafi gert sé að ræða en nýr samningur til fjögurra ára við Errea var handsalaður.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að um langstærsta treyjusamning sem KSÍ hafi gert sé að ræða en nýr samningur til fjögurra ára við Errea var handsalaður.
„Í fyrsta skipti fáum við greitt fyrir að leika í ákveðnu vörumerki. Þetta geta verið nokkrir tugir milljóna yfir þessi fjögur ár. Við erum líka að fá mun meira magn af vörum og þetta eru gríðarlega miklir fjármunir. Ég get alveg sagt að verðmæti þessa samning sé um 100 milljónir," segir Geir.
KSÍ var í viðræðum við fleiri merki þar sem aðrir aðilar sýndu áhuga á að taka yfir íslensku landsliðstreyjurnar.
„Við sannarlega fórum í viðræður til að skoða hvað væri í boði á markaðnum. Á endanum var ákveðið að halda áfram í Errea. Við fengum mun betra tilboð frá þeim en við höfum fengið áður frá þeim."
Geir segir að nýju treyjurnar hafi verið valdar af KSÍ, leikmönnum landsliðsins og Errea.
„Búningurinn fyrir leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðningsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir