Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   þri 01. mars 2016 14:21
Elvar Geir Magnússon
Treyjumál
Geir Þorsteins: Verðmæti samningsins um 100 milljónir
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag var kynntur ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins sem strákarnir okkar munu klæðast á Evrópumóti landsliða í Frakklandi í sumar. Öll landslið Íslands munu fara í þessa treyju sem er frá Errea.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að um langstærsta treyjusamning sem KSÍ hafi gert sé að ræða en nýr samningur til fjögurra ára við Errea var handsalaður.

„Í fyrsta skipti fáum við greitt fyrir að leika í ákveðnu vörumerki. Þetta geta verið nokkrir tugir milljóna yfir þessi fjögur ár. Við erum líka að fá mun meira magn af vörum og þetta eru gríðarlega miklir fjármunir. Ég get alveg sagt að verðmæti þessa samning sé um 100 milljónir," segir Geir.

KSÍ var í viðræðum við fleiri merki þar sem aðrir aðilar sýndu áhuga á að taka yfir íslensku landsliðstreyjurnar.

„Við sannarlega fórum í viðræður til að skoða hvað væri í boði á markaðnum. Á endanum var ákveðið að halda áfram í Errea. Við fengum mun betra tilboð frá þeim en við höfum fengið áður frá þeim."

Geir segir að nýju treyjurnar hafi verið valdar af KSÍ, leikmönnum landsliðsins og Errea.

„Búningurinn fyrir leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðningsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvernig fer Svartfjallaland - Ísland á laugardaginn?
Athugasemdir
banner