Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   þri 01. mars 2016 14:21
Elvar Geir Magnússon
Treyjumál
Geir Þorsteins: Verðmæti samningsins um 100 milljónir
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag var kynntur ný landsliðstreyja íslenska landsliðsins sem strákarnir okkar munu klæðast á Evrópumóti landsliða í Frakklandi í sumar. Öll landslið Íslands munu fara í þessa treyju sem er frá Errea.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að um langstærsta treyjusamning sem KSÍ hafi gert sé að ræða en nýr samningur til fjögurra ára við Errea var handsalaður.

„Í fyrsta skipti fáum við greitt fyrir að leika í ákveðnu vörumerki. Þetta geta verið nokkrir tugir milljóna yfir þessi fjögur ár. Við erum líka að fá mun meira magn af vörum og þetta eru gríðarlega miklir fjármunir. Ég get alveg sagt að verðmæti þessa samning sé um 100 milljónir," segir Geir.

KSÍ var í viðræðum við fleiri merki þar sem aðrir aðilar sýndu áhuga á að taka yfir íslensku landsliðstreyjurnar.

„Við sannarlega fórum í viðræður til að skoða hvað væri í boði á markaðnum. Á endanum var ákveðið að halda áfram í Errea. Við fengum mun betra tilboð frá þeim en við höfum fengið áður frá þeim."

Geir segir að nýju treyjurnar hafi verið valdar af KSÍ, leikmönnum landsliðsins og Errea.

„Búningurinn fyrir leikmenn er aðþrengdur og svo er annar búningur fyrir stuðningsmenn sem er rýmri og hentar þeim betur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvernig fer Arsenal - Man City á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner