Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 01. mars 2016 11:16
Magnús Már Einarsson
Heimild: Víkurfréttir 
Keflavík fær skoskan leikmann (Staðfest)
Marc McAusland fagnar marki með St Mirren árið 2012.
Marc McAusland fagnar marki með St Mirren árið 2012.
Mynd: Getty Images
Keflavík hefur samið við skoska varnarmanninn Marc McAusland en Víkurfréttir greina frá þessu.

Marc gerði tveggja ára samning við Keflavík en hann mun leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Hinn 27 ára gamli Marc hefur æft með Keflavík undanfarna daga og í framhaldinu var ákveðið að semja við hann.

Marc er 191 cm á hæð en hann hefur áður leikið með skosku liðunum St. Mirren, Queen of the South og Dunfermline Athletic.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra en Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfun liðsins í haust.

Komnir:
Axel Kári Vignisson frá HK
Beitir Ólafsson frá HK
Guðmundur Magnússon frá HK
Jónas Guðni Sævarsson frá KR
Marc McAusland frá Skotlandi

Farnir:
Chukwudi Chijindu
Farid Zato
Martin Hummervoll
Paul Bignot til Englands
Sammy Hernandez til Spánar
Sindri Snær Magnússon í ÍBV
Athugasemdir
banner
banner