Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   þri 01. mars 2016 11:16
Magnús Már Einarsson
Heimild: Víkurfréttir 
Keflavík fær skoskan leikmann (Staðfest)
Keflavík hefur samið við skoska varnarmanninn Marc McAusland en Víkurfréttir greina frá þessu.

Marc gerði tveggja ára samning við Keflavík en hann mun leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Hinn 27 ára gamli Marc hefur æft með Keflavík undanfarna daga og í framhaldinu var ákveðið að semja við hann.

Marc er 191 cm á hæð en hann hefur áður leikið með skosku liðunum St. Mirren, Queen of the South og Dunfermline Athletic.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra en Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfun liðsins í haust.

Komnir:
Axel Kári Vignisson frá HK
Beitir Ólafsson frá HK
Guðmundur Magnússon frá HK
Jónas Guðni Sævarsson frá KR
Marc McAusland frá Skotlandi

Farnir:
Chukwudi Chijindu
Farid Zato
Martin Hummervoll
Paul Bignot til Englands
Sammy Hernandez til Spánar
Sindri Snær Magnússon í ÍBV
Athugasemdir
banner