Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. mars 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
Algarve í dag - Ísland hefur leik gegn Noregi
Frá æfingu á Algarve.
Frá æfingu á Algarve.
Mynd: KSÍ
A-landslið kvenna mætir Noregi í Algarve í Portúgal í kvöld. Þetta er fyrstu leikurinn í Algarve mótinu sem er æfingamót sem Ísland notar til að búa sig undir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi í sumar.

Snjóþungi í Reykjavík hafði töluverð áhrif á ferðalag íslenska liðsins og missti það af tengiflugi frá Amsterdam til Portúgal. Hópurinn mætti loks til Algarve rétt eftir miðnætti á sunnudagskvöld.

Norska landsliðið er líkamlega sterkt og hættulegt í föstum leikatriðum. Leikurinn hefst kl. 18:30 á miðvikudag og verður sýndur beint á RÚV 2.

Ljóst er að Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með í kvöld en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur gefið það út. Dagný er að stíga upp úr meiðslum.

Ísland mætir svo Japan á föstudag og Spáni á mánudag.

Leikir dagsins á Algarve:
14:45 Japan - Spánn
18:30 Noregur - Ísland (RÚV 2)

Sjá einnig:
Sara Björk: Byrjum á baráttuleik
Athugasemdir
banner
banner