Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Benítez: Viljum mæta Brighton í úrvalsdeildinni næst
Benítez í stuttbuxum á æfingu.
Benítez í stuttbuxum á æfingu.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle, segir að sigurinn gegn Brighton & Hove Albion í toppslag Championship-deildarinnar í gær hafi verið ánægjulegustu úrslit tímabilsins.

Newcastle lenti undir í leiknum en vann 2-1. Benítez viðurkennir að það hafi verið mikill heppnisstimpill yfir jöfnunarmarki Mohamed Diame á 81. mínútu sem kom hans liði á bragðið.

„Við komum okkur oft í góðar stöður áður en Diame skoraði, það var heppni að ná að skora það mark. Í sigurmarkinu sýndi svo Ayoze Perez gæði," segir Benítez.

„Við vorum að spila gegn afskaplega góðu liði, það gefur manni enn meiri ánægju þegar svona sterkir andstæðingar eru lagðir. Við viljum klárlega koma hingað aftur á næsta tímabili og spila gegn Brighton í úrvalsdeildinni."

Newcastle komst í toppsætið með 73 stig en Brighton er í öðru með 71. Tvö efstu liðin komast beint upp og eru þessi lið í góðri stöðu. Huddersfield er í þriðja sæti með 65 stig en á leik til góða.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner