Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. mars 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Evran hefur áhrif á tekjur íslenskra félaga
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Styrking krónunnar gagnvart Evrunni hefur haft áhrif á tekjur toppliða á Íslandi. Félög á Íslandi fá tugi milljóna króna fyrir þátttöku sína í Evrópukeppnum á hverju ári.

Íslandsmeistarar FH hafa undanfarin tvö tímabil farið beint í aðra umferð í Meistaradeildinni þar sem 550 þúsund evrur (62,4 milljónir króna á núvirði) fást fyrir þátttöku.

Í Evrópudeildinni hafa íslensk félög fengið 200 þúsund evrur (22,7 milljónir króna á núvirði) fyrir fyrstu umferð og 210 þúsund evrur til viðbótar ef þau komast áfram í 2. umferð.

UEFA greiðir út í evrum en félögin fá ekki upphæðina út fyrr en ári eftir þátttöku í Evrópukeppni. Styrking krónunnar gagnvart evrunni undanfarna mánuði hefur því minnkað upphæðina sem félögin sem tóku þátt í Evrópukeppni á síðasta tímabili eiga eftir að fá í sinn hlut.

„Þetta eru svolitlir peningar sem hafa fokið út um gluggann án þess að gera það físískt. Vonandi náum við einhverjum eðlilegum takti í þessa krónu. Þetta gengur ekki svona," sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Hvernig brúa félögin bilið meðan beðið er eftir peningunum frá UEFA? „Veturnir eru oft á tíðum erfiðir. Menn eru í hýði og þetta getur verið erfitt. Eins og í öllum öðrum rekstri þá brúar þú bilið eftir því hvernig árar hverju sinni," sagði Jón.

Hér að neðan má sjá formenn FH, KR og Stjörnunnar ræða mikilvægi þess að fá tekjur í reksturinn af þátttöku í Evrópukeppnum.
Sjónvarpið: „Höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða"
Athugasemdir
banner
banner