Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. mars 2017 08:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Guardiola vildi ekki svara spurningum um Joe Hart
Joe Hart
Joe Hart
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vildi ekki svara spurningum um það hvort markvörðurinn Joe Hart ætti framtíð hjá félaginu.

Joe Hart var lánaður til Torino á Ítalíu í haust og félagið keypti markvörðinn Claudio Bravo.

Bravo virðist nú hafa misst sæti sitt í liðinu og Willy Caballero hefur staðið í markinu undanfarið.

Á blaðamannafundi í gær var Guardiola spurður hvort að Hart ætti framtíð hjá liðinu.

"Ég er mjög ánægður með Claudio Bravo og Willy Caballero," sagði Guardiola áður en hann hristi hausinn.
Athugasemdir
banner