Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Hodgson með ósanngjarnan stimpil"
Hodgson í göngutúr í Nice.
Hodgson í göngutúr í Nice.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistar Leicester eru í stjóraleit eins og allir vita og hafa rætt við Roy Hodgson sem hefur verið atvinnulaus síðan enska landsliðið tapaði fyrir Íslandi á Evrópumótinu síðasta sumar.

BBC segir að Hodgson sé einn af nokkrum sem félagið sé að skoða. Mögulegt er að bráðabirgðastjórinn Craig Shakespeare klári tímabilið ef liðið fylgir eftir sigrinum gegn Liverpoool.

Varnarmaðurinn Danny Simpson segir að Shakespeare sé toppþjálfari og toppmaður.

„Hann hefur lagt áherslu á að hafa þetta einfalt. Við höfum farið eftir hans tilmælum og vonandi höldum við þessu áfram fyrir hann," segir Simpson.

Dean Kiely, fyrrum markvarðaþjálfari Hodgson, segir að Hodgson eigi að vera efstur á blaði hjá Leicester. Hann segir að almenningsálitið á honum sé algjörlega rangt og hann sé með ósanngjarnan stimpil á sér.

„Ég skil það vel að félög vilja fá hann. Almenningsálitið er rangt á það hvernig leikmenn bregðast við fyrir hann, ég hef bara séð jákvæða hluti í því. Endirinn á landsliðsþjálfaratíð hans hjá Englandi var neikvæður en hann á ekki að hreinsa í burtu allt það góða sem hann hefur gert á undan því," segir Kiely. „Hann er frábær gaur og ég lærði gríðarlega mikið þegar ég vann með honum."

Hodgson hefur verið í þjálfun í yfir 40 ár, leiddi Fulham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2010 og var hjá Liverpool og West Brom áður en hann fékk landsliðsþjálfarastarfið 2012. Hann kom Englandi í 8-liða úrslit EM 2012 en tveimur árum síðar komst liðið ekki upp úr riðli sínum á HM í fyrsta sinn síðan 1958.

Undir stjórn Hodgson vann England alla tíu leiki sína í undankeppni EM 2016 en Hodgson lét af störfum eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum lokakeppninnar. Hann vann aðeins þrjá af ellefu stórmótsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner