Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Jese: Væri í byrjunarliði Real ef ég hefði ekki meiðst
Jese meiddist illa árið 2014.
Jese meiddist illa árið 2014.
Mynd: Getty Images
Jese Rodriguez, framherji Las Palmas, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar liðið mætir Real Madrid á Santiago Bernabeu.

PSG keypti Jese frá Real á 25 milljónir evra síðastliðið sumar. Eftir dapra byrjun í Frakklandi fór hann síðan til Las Palmas á láni í janúar.

Hinn 24 ára gamli Jese raðaði inn mörkum með yngri liðum Real Madrid á sínum tíma. Hann lék einnig 94 leiki með aðalliðinu.

Árið 2014 sleit Jese krossband í hné og var frá í níu mánuði. Hvar væri hann staddur í dag ef ekki væri fyrir meiðslin?

„Ég held að ég væri pottþétt í byrjunarliði Real Madrid. Ég er viss um það," sagði Jese en hann segist ekki ætla að fagna ef hann skorar í kvöld af virðingu við sitt gamla félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner