Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Kínversk félög eyddu 16 sinnum meira en spænsk
Carlos Tevez hress og kátur við komuna til Kína.
Carlos Tevez hress og kátur við komuna til Kína.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í Kína lokaði í gær fyrir komandi tímabil þar í landi. Félög í Kína eyddu samtals 331 milljón punda í félagaskiptaglugganum sem er mest af öllum deildum í heiminum.

Í janúar glugganum eyddu félög á Englandi 215 milljónum punda sem þýðir að kínversk félög eyddu talsvert meira.

Kínversk félög eyddu einnig 16 sinnum hærri fjárhæðum í leikmenn í gluggaunm heldur en félög á Spáni. Sameiginleg eyðsla félaga á Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi í janúar var einnig minni en eyðsla kínverskra félaga.

Shanghai SIPG keypti Oscar frá Chelsea á 60 milljónir punda og Shanghai Shenhua keypti Carlos Tevez á 40 milljónir punda.

Hvert félag í Kína má tefla fram þremur erlendum leikmönnum í hverjum leik. Félög eyða háum fjárhæðum í þessa leikmenn og sem dæmi um það borgaði Changchun Yatai samtals 20 milljónir punda fyrir Odion Ighalo framherja Watford. Changchun var í fallbaráttu í fyrra í Kína.

Það eru síðan ekki bara kaupverðin sem eru há í Kína heldur eru leikmenn sem þangað fara nánast undantekningalaust að fá sína bestu samninga á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner