Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 09:13
Magnús Már Einarsson
Klopp ræðir framtíð Sturridge í sumar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að ræða við framherjann Daniel Sturridge í sumar og skoða framtíð hans hjá félaginu.

Hinn 27 ára gamli Sturridge hefur einungis byrjað fimm deildarleiki á tímabilinu og skorað tvö mörk í deildinni. Hann missti af leiknum gegn Leicester í fyrrakvöld vegna veikinda.

„Ég veit ekkert hvað gerist í sumar. Þetta á ekki einungis við Daniel heldur líka aðra leikmenn," sagði Klopp.

„Daniel æfði ekki í átta eða níu daga vegna veikinda. Við þurfum að koma honum aftur í eins gott form og hægt er og enda tímabilið eins vel og hægt er."

„Síðan tökum við ákvarðanir og ræðum við Daniel og aðra leikmenn um það hvað muni gerast eftir tímabilið. Margir hlutir geta haft áhrif og við getum rætt það betur þegar sá tími kemur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner