Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 07:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Man Utd borgar undir stuðningsmenn sem fara til Rússlands
Stuðningsmenn Man. Utd
Stuðningsmenn Man. Utd
Mynd: Getty Images
Eins og fram hefur komið dróst Manchester United gegn rússneska liðinu FC Rostov í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

Stuðningsmenn Man. Utd sem ætla að leggja leið sína á útileikinn í Rússlandi sáu fyrir sér óvenju dýrt ferðalag því ofan á flug, hótel og miða á leikinn sáu þeir fram á að þurfa að borga um 120 pund fyrir vegabréfsáritun inn í Rússland.

Enska liðið hefur þó ákveðið að koma til móts við stuðningsmenn og mun greiða fyrir vegabréfsáritunina fyrir alla þá stuðningsmenn sem fara á útileikinn.

Félagið gerir ráð fyrir um 500 stuðningsmönnum sínum á leikinn í Rússlandi.
Athugasemdir
banner