Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 09:45
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast um Lindelöf
Powerade
Victor Lindelöf er eftirsóttur.
Victor Lindelöf er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Alexis vill fara frá Arsenal samkvæmt slúðrinu.
Alexis vill fara frá Arsenal samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei og hér er slúðurpakki dagsins.



Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur átt í viðræðum við Leicester. (Daily Mail)

Craig Shakespeare hittir eigendur Leicester í dag en hann stýrði liðinu gegn Liverpool í fyrrakvöld. Leikmenn Leicester vilja að Shakespeare taki við liðinu. (Daily Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill fá Wayne Rooney til félagsins frá Manchester United í sumar. (Daily Telegraph)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að láta njósnara sína skoða Francesco Cassata (19), framherja Juventus, en hann gæti komið til enska félagsins á 8,5 milljónir punda. (II Bianco Nero)

Alexis Sanchez (28) ætlar að fara frá Arsenal í sumar. Sanchez er ósáttur við gengi Arsenal en hann vill fara aftur í spænsku deildina. (Daily Star)

Chelsea hefur boðið 34 milljónir punda í Alvaro Morata (24), framherja Real Madrid. (Diario Gol)

Chelsea er tilbúið að selja Michy Batshuayi (23) í sumar. Batshuayi hefur lítið spilað síðan hann kom frá Marseille á 33 milljónir punda í fyrrasumar. (Daily Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, gæti lent í vandræðum með að halda Diego Costa (28). Kínverskt félag ætlar að bjóða Costa 38 milljónir punda í árslaun. (Sun)

Gael Clichy (31) vill halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni eftir að samningur hans hjá Manchester City rennur út í sumar. Clichy fær ekki nýjan samning hjá City. (Sun)

Juventus hefur hafnað 25 milljóna punda tilboði frá Arsenal í miðvörðinn Daniele Rugani (22). (Calciomercato)

Manchester City vill fá Victor Lindelöf, varnarmann Benfica og sænska landsliðsins. Manchester United ætlar einnig að bjóða í Lindelöf í júlí. (Talksport)

Manchester City býst við að stærstu félög í heimi reyni að krækja í Sergio Aguero (28) í sumar. City ætlar hins vegar ekki að selja nema tilboðið verði nálægt því hæsta í sögunni. (Manchester Evening News)

Leicester er að skoða Mohamed Elyounoussi (22), kantmann Basel og norska landsliðsins. (ESPN)

Southampton er að undirbúa tilboð í Pontus Jansson (26), varnarmann Leeds. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner