Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 07:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Miðjumaður spilaði heilan leik í markinu
Stevenson var í nýju hlutverki í gær.
Stevenson var í nýju hlutverki í gær.
Mynd: Getty Images
Ayr United vann 1-0 sigur gegn Raith Rovers í skosku B-deildinni í gærkvöldi.

Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að miðjumaður spilaði allan leikinn í marki Raith Rovers.

Hinn 32 ára gamli Ryan Stevenson sem alla jafna spilar á miðjunni neyddist til að spila í markinu vegna meiðslavandræða liðsins.

Allir þrír markverðir félagsins eru frá vegna meiðsla og skoska knattspyrnusambandið hafnaði beiðni liðsins um að fresta leiknum sökum meiðslavandræða.

Stevenson þótti standa sig ágætlega í leiknum en hann kom þá engum vörnum við þegar Ayr skoraði eina mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner