Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Myndi hafna Messi þó hann væri til í að spila frítt
Huseyin Eroglu, þjálfari Altinordu, gefur skipanir í æfingaleik.
Huseyin Eroglu, þjálfari Altinordu, gefur skipanir í æfingaleik.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska B-deildarfélagið Altinordu hreykir sér af barna- og unglingastarfi sínu. Stefna félagsins er að spila aðeins á leikmönnum sem eru uppaldir. Sem stendur er liðið ekki með neinn leikmann sem er eldri en 21 árs.

Forráðamenn félagsins segja að það verði haldið fast í þessa stefnu og ekki keyptur einn einasti leikmaður til félagsins.

„Ef Lionel Messi væri til í að spila frítt fyrir Altinordu þá myndi ég klárlega hafna því. Ég hef fulla trú á ungu tyrknesku leikmönnunum sem við höfum og þeir fá tækifærin," segir Mehmet Seyit Ozkan, stjórnarformaður félagsins.

„Okkar markmið er að komast í efstu deild og spila í Evrópukeppni 2023 en þá er 100 ára afmæli félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner