Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Myndir: Dortmund vill færa leikinn úr drullunni
Svona leit hluti vallarins út í gær.
Svona leit hluti vallarins út í gær.
Mynd: Getty Images
Fresta varð leik Borussia Dortmund og Sportfreuende Lotte í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í gær þar sem snjókoma gerði völlinn óleikhæfan.

Lotte, sem leikur í 3. deildinni, hefur komið skemmtilega á óvart í þýska bikarnum í ár og meðal annars slegið út Werder Bremen og Bayer Leverkusen.

Leikmenn Dortmund voru mættir á heimavöll Lotte í gær þegar leiknum var frestað. Rúta Dortmund festist í drullu fyrir utan leikvanginn og traktor þurfti að losa hana.

Leikur liðanna hefur verið settur aftur á eftir tvær vikur en Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, vill að Lotte færi leikinn á annan völl.

„Þú verður að hugsa út í þetta hvort þetta geti ekki gerst aftur hér. Þetta gæti allt klikkað aftur eftir tvær vikur," sagði Watzke eftir frestunina í gær en hér að neðan má sjá fleiri myndir af ástandi vallarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner