Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. mars 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari hjá Villa niðurlægði unga leikmenn
Kevin MacDonald.
Kevin MacDonald.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur fengið viðvörun frá knattspyrnuyfirvöldum og verður undir eftirliti þar sem kvartanir bárust vegna þjálfarans Kevin MacDonald, sem ný stýrir U23-liði félagsins.

MacDonald er sakaður um að hafa strítt ungum leikmönnum, sýnt harkalegt hátterni og óviðeigandi orðbragð. Hann er sagður hafa niðurlægt leikmenn fyrir framan hópinn.

Eftirlitsmenn á vegum knattspyrnusambandsins munu heimsækja félagið reglulega á komandi mánuðum og fylgjast með því hvort það muni gera úrbætur.

MacDonald stýrði aðalliði Aston Villa tímabundið 2010.

Aston Villa svaraði fyrirspurn breska blaðsins Telegraph þar sem fram kemur að félagið muni vinna að úrbótum. Félaginu er skipað að sinna leikmönnum sínum betur.

Fjölskylda ungs leikmanns félagsins sendi kvörtun sem leiddi til rannsóknar. Leikmaðurinn hefur fengið aðstoð leikmannasamtaka.
Athugasemdir
banner
banner
banner