Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2017 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Tvær vítaspyrnur fleyttu Gladbach áfram
Raffael skoraði seinna mark Gladbach.
Raffael skoraði seinna mark Gladbach.
Mynd: Getty Images
Hamburger SV 1 - 2 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('53, víti)
0-2 Raffael ('61, víti)
1-2 Bobby Wood ('90 )

Borussia Mönchengladbach varð í kvöld annað liðið til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit þýska bikarsins. Þeir mættu Hamburger SV og báru sigurorðið af.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en í byrjun seinni hálfleiks fékk Gladbach vítaspyrnu. Lars Stindl steig á punktinn og skoraði.

Það tók Gladbach-menn ekki langan tíma að bæta við öðru marki, aftur úr vítaspyrnu. Átta mínútum eftir fyrra markið fékk Gladbach aðra vítaspyrnu og úr henni skoraði Raffael.

Hinn bandaríski Bobby Wood náði að minnka muninn fyrir HSV í uppbótartíma, en það var eins og gefur að skilja ekki nóg.

Lokatölur 2-1 fyrir Gladbach og þeir eru komnir í undanúrslit ásamt Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner
banner