Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. mars 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Watford búið að gera sín fyrstu kaup fyrir næsta sumar
Jorge Segura (hér til hægri) mun ganga til liðs við Watford.
Jorge Segura (hér til hægri) mun ganga til liðs við Watford.
Mynd: Getty Images
Þeir hugsa fram í tímann á skrifstofunni hjá Watford. Liðið var að ganga frá sínum fyrstu kaupum fyrir næsta sumar.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Jorge Segura og er tvítugur miðvörður frá Kólumbíu. Hann kemur til Watford frá kólumbíska liðinu Envigado næsta sumar.

Segura hefur leikið 23 leiki í efstu deildinni í Kólumbíu og þá á hann fjóra leiki fyrir U-20 ára landslið Kólumbíu.

Það gætu reynst vandræði fyrir hann að fá atvinnuleyfi á Englandi þar sem hann hefur ekki enn leikið landsleik fyrir A-landslið Kólumbíu. Hann gæti því farið og leikið fyrst fyrir annað félag í eigu Pozzo-fjölskyldunnar fyrst um sinn, en Pozzo-fjölskyldan á lið eins og Udinese á Ítalíu og Granada á Spáni, ásamt því að eiga Watford.

Hér að neðan má sjá tíst frá Envigado, liðinu sem Watford kaupir Segura frá, en þar segir að leikmaðurinn sé á leið til Englands þar sem hann muni ganga til liðs við Watford.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner