Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   þri 01. apríl 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Januzaj valinn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu
Ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag lista yfir bestu ungu leikmenn Evrópu.

Á listanum eru einungis leikmenn undir tvítugt eða þeir sem eru fæddir 1994 eða síðar.

Adnan Januzaj, kantmaður Manchester United, er á toppnum en Lucas Piazon leikmaður Chelsea er í öðru sætinu. Lucas hefur slegið í gegn á láni hjá Vitesse í Hollandi á þessu tímabili.

Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos hjá PSG er síðan í þriðja sætinu.

Topp 10 á listanum:
1. Adnan Januzaj (Manchester United)
2. Lucas Piazon (Chelsea, á láni hjá Vitesse)
3. Marhuinhos (PSG)
4. Gerard Deulofeu (Barcelona, á láni hjá Everton)
5. Rahem Sterling (Liverpool)
6. Zakaria Bakkali (PSV)
7. Leon Goretzka (Schalke)
8. Luke Shaw (Southampton
9. Domenico Berrardi (Sassuolo)
10. Lucas Ocampos (Monaco)
Athugasemdir
banner