þri 01. apríl 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Januzaj valinn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu
Januzaj hefur verið í sviðsljósinu á þessu tímabili.
Januzaj hefur verið í sviðsljósinu á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag lista yfir bestu ungu leikmenn Evrópu.

Á listanum eru einungis leikmenn undir tvítugt eða þeir sem eru fæddir 1994 eða síðar.

Adnan Januzaj, kantmaður Manchester United, er á toppnum en Lucas Piazon leikmaður Chelsea er í öðru sætinu. Lucas hefur slegið í gegn á láni hjá Vitesse í Hollandi á þessu tímabili.

Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos hjá PSG er síðan í þriðja sætinu.

Topp 10 á listanum:
1. Adnan Januzaj (Manchester United)
2. Lucas Piazon (Chelsea, á láni hjá Vitesse)
3. Marhuinhos (PSG)
4. Gerard Deulofeu (Barcelona, á láni hjá Everton)
5. Rahem Sterling (Liverpool)
6. Zakaria Bakkali (PSV)
7. Leon Goretzka (Schalke)
8. Luke Shaw (Southampton
9. Domenico Berrardi (Sassuolo)
10. Lucas Ocampos (Monaco)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner