Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. apríl 2014 07:00
Magnús Már Einarsson
Skráning í gangi í knattspyrnuskóla Arsenal á Akureyri
Mynd: Arsenalskólinn
Mynd: Knattspyrnuskóli Arsenal
Mynd: KA
Fótboltaskóli Arsenal fer fram í fimmta sinn á KA svæðinu í júní 2014. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. júní og lýkur föstudaginn 20. júní.

Skipulag skólans verður með svipuðu formi og s.l. sumar. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Krakkarnir fá heitan mat í hádeginu alla dagana.

Tilboðsverð í desember 20.900 kr.
Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar. Matsalurinn er í Lundarskóla sem er við hliðina á KA svæðinu.

Þessi skóli er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1998 til 2005.

Stelpur eru að sjálfsögðu hvattar til að koma til jafns á við strákana. Það má segja Arsenal til hróss að þar er mikið og gott starf í kvennaknattspyrnu og er Arsenal eitt sterkasta félagslið í Evrópu í kvennaboltanum. Þjálfararnir sem voru hér s.l. sumar hrósuðu einmitt stelpunum sem voru í skólanum fyrir getu þeirra í boltanum, sögðu þær vera almennt mun betri en jafnöldrur þeirra annars staðar þar sem þeir hafa þjálfað.

Yfirþálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal. Þeir sjá um allt skipulag skólans sjálfs hvað knattspyrnuna varðar. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Auk þess verður sérstök markmannsþjálfun. S.l. sumar voru markmennirnir á sér æfingum fyrir hádegi en fóru síðan eftir hádegi til annarra hópa og æfðu með þeim.

Þetta fyrirkomulag gaf þeim gott tækifæri til að bæta eigin tækni og einnig að vera með hinum krökkunum.

Í sjónvarpinu fyrir ofan er stutt viðtal við Aðalbjörn Hannesson skólastjóra Arsenalskólans á Akureyri.

Skráning fer fram á www.ka-sport.is/arsenal
Athugasemdir
banner
banner