banner
   mið 01. apríl 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Tólfan með forsölu á Ísland - Tékkland í dag - Aprílgabb
Tólfan kemur........
Tólfan kemur........
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gífurleg spenna er fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM þann 12. júní næstkomandi.

Eftir 3-0 sigurinn á Kasakstan um helgina er ljóst að Ísland getur náð toppsætinu í riðlinum með sigri á Tékkum.

Ljóst er að miðar á leikinn á Laugardalsvelli eiga eftir að rjúka út en Tólfan hefur fengið 1000 miða sem munu fara í sérstaka forsölu á Ölver í dag.

Til að forðast örtröð mun forsalan hefjast klukkan 10:00 á Ölver í Glæsibæ.

,,KSÍ vill hafa stemningu á þessum leik og það er mikill heiður fyrir Tólfuna að fá að selja þessa miða. Við viljum hvetja þjóðina til að mæta með okkur og styðja Ísland til sigurs," sagði Friðgeir Bergsteinsson einn af forsvarsmönnum Tólfunnar í samtali við Fótbolta.net.

,,Þetta verður einstakt föstudagskvöld í Laugardalnum og við viljum hvetja alla til að mæta á Ölver í dag og tryggja sér miða í sætunum þar sem mesta stemningin verður."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner