Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 01. apríl 2017 18:53
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn: ÍR jafnaði undir lokin
ÍR-ingar jöfnuðu á lokamínútu leiksins
ÍR-ingar jöfnuðu á lokamínútu leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍR 0 - 1 Þór
0-1 Ármann Pétur Ævarsson ('49)
1-1 Eyþór Örn Þorvaldsson ('94)

ÍR mætti Þór í kvöld í síðasta leik riðils þrjú í A-deild Lengjubikars karla.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Þórsarar sem byrjuðu betur í þeim seinni og skoraði Ármann Pétur Ævarsson mark strax í upphafi hálfleiksins.

Allt virtist stefna í sigur Þórsara en á lokasekúndum leiksins tókst ÍR-ingum að jafna leikinn, þar var Eyþór Örn Þorvaldsson að verki.

Þór endar í þriðja sæti riðilsins, með 7 stig en ÍR var að ná í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum þetta árið. Þeir enda neðstir í riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner