Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 01. apríl 2017 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KR burstaði Leikni og vann sinn riðil
KR-ingar eru komnir áfram.
KR-ingar eru komnir áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 6 - 1 Leiknir R.
1-0 Óskar Örn Hauksson ('23 )
2-0 Garðar Jóhannsson ('33 )
3-0 Kennie Knak Chopart ('44 )
3-1 Kolbeinn Kárason ('53 )
4-1 Kennie Knak Chopart ('68 )
5-1 Óskar Örn Hauksson ('72 )
6-1 Indriði Sigurðsson ('90 )

KR átti ekki í miklum vandræðum með Leikni R. í Lengjubikarnum í dag, en leikurinn fór fram á KR-velli.

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir 23 mínútur þegar Óskar Örn Hauksson skoraði. Gaðar Jóhannsson og Kennie Chopart bættu svo við mörkum áður dómarinn flautaði til hálfleiks.

Kolbeinn Kárason náði að minnka muninn fyrir Breiðhyltinga í upphafi seinni hálfleiks, en KR svaraði með þremur mörkum. Kennie Chopar og Óskar Örn gerðu sitt markið hvor áður en Indriði Sigurðsson gerði batt lokahnút á þennan stórsigur KR.

Það er ljóst eftir þennan leik að KR vinnur þennan Riðil 2 í A-deild Lengjubikarsins. Þeir mæta ÍA í 8-liða úrslitum, en Leiknismenn eru úr leik þetta árið.

Byrjunarlið KR: Sindri Snær Jensson (m), Morten Beck, Gunnar Þór Gunnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson, Pálmi Rafn Pálmason, Indriði Sigurðsson, Kennie Knak Chopart, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Óskar Örn Hauksson, Garðar Jóhannsson.

Byrjunarlið Leiknis R.: Eyjólfur Tómasson (m), Ósvald Jarl Traustason, Halldór Kristinn Halldórsson, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, Kolbeinn Kárason, Ragnar Leósson, Bjarki Aðalsteinsson, Elvar Páll Sigurðsson, Brynjar Hlöðversson, Daði Bærings Halldórsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner