Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 01. maí 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikur Breiðabliks og FH færður í Kaplakrika
Breiðablik og FH mætast ekki í Kópavogi á mánudaginn.
Breiðablik og FH mætast ekki í Kópavogi á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik og FH hafa víxlað heimaleikjum sínum í Pepsi-deild karla þar sem Kópavogsvöllur er ekki tilbúinn fyrir viðureign liðanna í 1. umferð á mánudag.

Leikur liðanna á mánudag fer því fram á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.

Þegar liðin mætast í 12. umferðinni þann 20. júlí mun leikurinn fara fram á Kópavogsvelli.

Þetta þýðir að þremur leikstöðum hefur verið breytt í fyrstu umferðinni en áður höfðu leikir Fram og ÍBV sem og leikur KR og Vals á gervigrasvöllinn í Laugardal vegna lélegra vallaraðstæðna.

1. umferð Pepsi-deildar karla:
16:00 á sunnudag Keflavík - Þór (Nettóvöllurinn)
16:00 á sunnudag Fram - ÍBV (Gervigrasvöllur Laugard.)
19:15 á sunnudag Stjarnan - Fylkir (Samsungvöllurinn)
19:15 á sunnudag Fjölnir - Víkingur R. (Fjölnisvöllur)
20:00 á sunnudag KR - Valur (Gervigrasvöllur Laugard.)
19:15 á mánudag Breiðablik - FH (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner