Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Víkingi frá Ólafsvík í kvöld.
Blikarnir voru undir í hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn áf miklum krafti og náðu að jafna leikinn. Kenan Turudija skoraði hins vegar stórglæsilegt sigurmark þegar átta mínútur voru eftir og þar við sat.
Arnar segir sitt lið hafa átt meira skilið í kvöld.
Blikarnir voru undir í hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn áf miklum krafti og náðu að jafna leikinn. Kenan Turudija skoraði hins vegar stórglæsilegt sigurmark þegar átta mínútur voru eftir og þar við sat.
Arnar segir sitt lið hafa átt meira skilið í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Víkingur Ó.
„Það er svekkelsi að tapa leiknum. Mér fannst við ekki eiga það skilið en fótboltinn er oft brutal. Þeir skora tvö stórglæsileg mörk."
„Auðvitað er maður drullusvekktur að enda með núll stig en þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan."
Arnar var spurður hvort hann væri til í gervigras í Kópavoginn en grasið er ekki í merkilegu ástandi á þessum tíma árs.
„Ég myndi ekki segja nei við því," sagði Arnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir