sun 01. maí 2016 18:24
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings Ó: Bamberg byrjar
Daniel Bamberg er afar spennandi leikmaður.
Daniel Bamberg er afar spennandi leikmaður.
Mynd: Blikar.is
Hrvoje Tokic spilar sinn fyrsta Pepsi deildarleik í kvöld.
Hrvoje Tokic spilar sinn fyrsta Pepsi deildarleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Klukkan 19:15 fer fram leikur Breiðabliks og Víkings Ólafsvíkur á Kópavogsvelli.

EIns og allir vita er Pepsi deildin komin af stað aftur og fögnum við því allir sem einn.

Beinar textalýsingar:
16:00 Þróttur - FH
17:00 ÍBV - ÍA
19:15 Breiðablik - Víkingur Ó.
20:00 Valur - Fjölnir

Breiðablik hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra á meðan Víkingur er nýliði eftir að hafa rústað 1.deildinni. Flestir búast við sigri Blika en Ólafsvíkingar eru staðráðnir í að gera betur nú en siðast er þeir léku í deild þeirra bestu þar sem þeir féllu eftir aðeins eitt tímabil.

Byrjunarliðin voru að detta í hús.

Hjá Breiðablik kemur ekki margt á óvart. Liðið er líkt því liði sem spilaði jafnan í fyrra en Daniel Bamberg, leikmaður sem einhverjir vilja meina að gæti orðið einn af betri leikmönnum sem spilað hafa á Íslandi, byrjar. Guðmundur Atli Steinþórsson fer í byrjunarliðið en hann hefur raðað inn mörkum fyrir HK undanfarin ár og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í sínum fyrsta leik í efstu deild.

Alfons Sampsted er svo ungur og efnilegur bakvörður sem verður spennandi að sjá.

Hjá gestunum er Cristian Liberato, Spánverji í markinu að spila sinn fyrsta leik í deildinni. Þórhallur Kári Knútsson kemur svo inn í byrjunarliðið en það er ungur strákur á láni frá Stjörnunni og gæti hann sprungið út í sumar.

Pontus Nordenberg er ungur strákur frá Svíþjóð og byrjar hann en Hrvoje Tokic sem kom gríðarlega sterkur inn á síðustu leiktíð byrjar frammi.


Byrjunarlið Breiðabliks:
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Oliver Sigurjónsson
Damir Muminovic
Elfar Freyr Helgason
Höskuldur Gunnlaugsson
Arnþór Ari Atlason
Guðmundur Atli Steinþórsson
Daniel Bamberg
Alfons Sampsted
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Víkings Ólafsvíkur:
Cristian Martinez Liberato
Egill Jónsson
Björn Pálsson
Tomasz Luba
Þorsteinn Már Ragnarsson
Þórhallur Kári Knútsson
Emir Dokara
Pontus Nordenberg
Hrvoje Tokic
Alfreð Már Hjaltalín
Kenan Turudija


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner