banner
   sun 01. maí 2016 16:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið ÍBV og ÍA: Andri Ólafs byrjar óvænt
Andri Ólafsson.
Andri Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og ÍA mætast á Hásteinsvelli klukkan 17:00. ÍBV vann Fótbolta.net mótið í vetur og er spáð 8. sæti í sumar en ÍA er spáð 10. sæti. Það er athyglisverður slagur framundan sem Pétur Guðmundsson lögreglumaður dæmir.

Mjög athyglisvert er að Andri Ólafsson er í byrjunarliði ÍBV en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í nára og spilaði til að mynda aðeins þrjá leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Sigurður Grétar Benónýsson er í byrjunarliði Eyjamanna en hann er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Beinar textalýsingar:
16:00 Þróttur - FH
17:00 ÍBV - ÍA
19:15 Breiðablik - Víkingur Ó.
20:00 Valur - Fjölnir

Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
8. Jón Ingason
11. Sindri Snær Magnússon
14. Jonathan Barden
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers
32. Andri Ólafsson

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Ármann Smári Björnsson
7. Martin Hummervoll
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Þórður Þorsteinn Þórðarson
18. Albert Hafsteinsson
27. Darren Lough

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner