Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 15:03
Magnús Már Einarsson
Laugardal
Byrjunarlið Þróttar og FH: Gunnar snýr aftur í markið
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thiago er í byrjunarliði Þróttar.
Thiago er í byrjunarliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur og FH mætast í opnunarleik Pepsi-deildarinnar í Laugardal klukkan 16:00.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Gunnar Nielsen er mættur í mark FH á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan í mars vegna meiðsla á ökkla. Hinn síungi Kristján Finnbogason fer því á bekkinn.

Bjarni Þór Viðarsson kemur inn í liðið hjá FH fyrir Jeremy Serwy síðan í leiknum gegn Val í Meistarakeppninni. Því eru líkur á að Sam Hewson byrji á kantinum. Steven Lennon kemur einnig inn í fremstu víglínu fyrir Atla Viðar Björnsson.

Böðvar Böðvarsson er á bekknum en hann er nýkominn aftur eftir að hafa verið í láni hjá Midtjylland.

Hjá Þrótti er Ragnar Pétursson í byrjunarliðinu en hann er kominn á fullt eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Emil Atlason, Finnur Ólafsson, Sebastian Svard, Thiago Pinto Borges og Kristian Larsen byrja allir en þeir komu til Þróttar í vetur.

Þróttur:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
9. Emil Atlason
11. Dion Jeremy Acoff
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
16. Finnur Ólafsson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson
27. Thiago Pinto Borges
29. Kristian Larsen

FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
13. Bjarni Þór Viðarsson
20. Kassim Doumbia
26. Jonathan Hendrickx

Beinar textalýsingar:
16:00 Þróttur - FH
17:00 ÍBV - ÍA
19:15 Breiðablik - Víkingur Ó.
20:00 Valur - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner