Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 14:57
Arnar Geir Halldórsson
England: Leicester þarf að bíða lengur eftir titlinum
Leicester náði í stig á Old Trafford
Leicester náði í stig á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Drinkwater sá rautt
Drinkwater sá rautt
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 1 Leicester City
1-0 Anthony Martial ('8 )
1-1 Wes Morgan ('17 )
Rautt spjald: Daniel Drinkwater, Leicester City ('87)

Leiks Man Utd og Leicester á Old Trafford var beðið með mikilli eftirvæntingu enda myndi útisigur þýða að Leicester væri búið að vinna ensku úrvalsdeildina, í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Manchester United þurfti nauðsynlega á sigri að halda í dag í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og það skilaði sér strax á áttundu mínútu þegar franska ungstirnið Anthony Martial skoraði eftir laglegan undirbúning Antonio Valencia.

Forystan entist stytt því fyrirliði Leicester, Wes Morgan, jafnaði metin eftir fyrirgjöf Danny Drinkwater.

Undir lok leiks vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar Drinkwater braut á Memphis Depay, að því er virtist á vítateigslínunni en dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu. Hann gaf Drinkwater þó sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Mörkin urðu ekki fleiri og 1-1 jafntefli niðurstaðan sem þýðir að Leicester er með átta stiga forskot á Tottenham en síðarnefnda liðið mætir ríkjandi meisturum Chelsea á morgun. Takist Tottenham ekki að vinna þá er meistaratitill Leicester tryggður.
Athugasemdir
banner
banner
banner