Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 01. maí 2016 09:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Griezmann og Kante
Powerade
Griezmann á Old Trafford?
Griezmann á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Arsenal er með auga á Lewandowski.
Arsenal er með auga á Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Það er risadagur í fótboltanum í dag! Leicester gæti tryggt sér enska meistaratitilinn í dag en meðan við bíðum eftir að leikir dagsins fari af stað skoðum við slúðrið.

Manchester United vill fá franska landsliðssóknarmanninn Antoine Griezmann (25) sem skorað hefur 31 mark á Spáni á þessu tímabili. United ku vera tilbúið að borga Atletico 65 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sun on Sunday)

United er einnig tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir miðjumanninn N'Golo Kante (25) hjá Leicester. (Daily Star Sunday)

Leicester íhugar að gera tilboð í William Carvalho (24) hjá Sporting Lissabon ef Kante fer í sumar. (Sun on Sunday)

Jose Mourinho gæti fengið greitt frá Manchester United þrátt fyrir að vinna aldrei fyrir félagið. United hefur samkomulag við Mourinho en ef félagið ákveður að halda Louis van Gaal þarf að borga þeim portúgalska skaðabætur samkvæmt samkomulaginu. (Sunday Mirror)

Van Gaal segir að hann verði áfram á Old Trafford næsta tímabil. (Daily Star Sunday)

Leicester City mun hefja undirbúning fyrir Meistaradeild Evrópu með því að bjóða stjóranum Claudio Ranieri og sóknarmiðjumanninum Riyad Mahrez (25) nýja safaríka samninga. (Sunday Telegraph)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, spáir því að lið Leicester verði öflugt í Evrópukeppni næsta tímabil ef það heldur sínum bestu mönnum. (Sunday Mirror)

Arsenal mun reyna að fá pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (27) ef hann ákveður að yfirgefa Bayern München. Þessi mikli markahrókur hefur gefið í skyn að hann hafi áhuga á að spila á Englandi. (Sunday Mirror)

West Ham er í viðræðum við Lyon um hugsanleg kaup á sóknarmanninum Alexandre Lacazette (24). Hamrarnir hyggjast styrkja liðið vel áður en flutt verður á Ólympíuleikvanginn í London. (Mail on Sunday)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur hafnað starfstilboðum víða að en hann vill sjá hvaða möguleikar bjóðast honum í ensku úrvalsdeildinni. (Mail on Sunday)

Hugo Lloris (29), fyrirliði Tottenham, er tilbúinn að binda sig hjá félaginu næstu fimm árin. (Sunday Mirror)

Kólumbíski sóknarleikmaðurinn James Rodriguez (24) vill frekar fara til Ítalíumeistara Juventus í sumar en í ensku úrvalsdeildina. James gæti yfirgefið Real Madrid eftir tímabilið. (Corriere dello Sport)

Real hefur rætt við Gareth Bale (26) um nýjan samning til að reyna að fæla frá áhuga Manchester City. (Sunday Express)

Aston Villa vill fá Nigel Pearson, fyrrum stjóra Leicester, til að taka við liðinu. Málið er þó í biðstöðu þar sem eigendaskipti gætu átt sér stað á Villa Park. (Sunday Telegraph)

Cristiano Ronaldo (31) telur líklegt að hann verði klár í slaginn á miðvikudaginn þegar Real Madrid fær Manchester City í heimsókn í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Markalaust varð í fyrri leiknum. (Marca)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, vill kaupa Saido Berahino (22) frá West Brom en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum. (Sun on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner