Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. maí 2016 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Aron og Gummi Tóta lögðu upp mikilvæg mörk
Aron í leik með Fjölni í fyrra
Aron í leik með Fjölni í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gummi Tóta lagði upp jöfnunarmark Rosenborg
Gummi Tóta lagði upp jöfnunarmark Rosenborg
Mynd: Rosenborg
Íslenskir leikmenn komu við sögu í þremur leikjum í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Tromsö sem fékk Brann í heimsókn, en fyrsta og eina mark leiksins kom eftir sjö mínútna leik.

Það gerði Sofiane Moussa eftir flotta sendingu frá Aroni, en Aron var tekinn af velli á 64. mínútu.

Þetta var aðeins annar sigurleikur Tromsö á tímabilinu, en liðið er með níu stig eftir átta leiki.

Þá voru þrír Íslendingar á skýrslu hjá Rosenborg er liðið sótti Sogndal heim. Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði leikinn, en Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson voru á bekknum.

Meistararnir í Rosenborg lentu undir eftir átta mínútna leik þegar Babacar Sarr, fyrrverandi leikmaður Selfoss, skoraði fyrir Sogndal.

Matthías og Guðmundur voru settir inn á og sá síðarnefndi lagði upp jöfnunarmark Rosenborg sem Anders Konradsen skoraði.

Sogndal lék manni færri síðustu 20 mínúturnar, en þrátt fyrir það tókst Rosenborg ekki að bæta við marki og 2-2 jafntefli því niðustaðan.

Rosenborg heldur því í toppsætið, en liðið er tveimur stigum á undan Eiði Smára og félögum í Molde.

Guðmundur Kristjánsson spilaði þá allan leikinn á miðjunni hjá Start í jafntefli gegn Stromsgodset, en Start er á botni deildarinnar með fjögur stig.

Tromsö 1 - 0 Brann
1-0 Sofien Moussa ('7 )

Sogndal 1 - 1 Rosenborg
1-0 Babacar Sarr ('9 )
1-1 Anders Konradsen ('72 )
Rautt spjald: Hannu Patronen, Sogndal ('69 )

Start 2 - 2 Stromsgodset
0-1 Oyvind Storflor ('41 )
1-1 Robert Sandnes ('52 )
1-2 Tokmac Chol Nguen ('63 )
2-2 Lars-Jorgen Salvesen ('88 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner