Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. maí 2016 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini: Þurftum að hafa leikinn gegn Real í forgangi
Pellegrini var svekktur með tapið
Pellegrini var svekktur með tapið
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, var ekki ánægður eftir 4-2 tap liðsins gegn Southampton í dag.

„Ég er mjög pirraður vegna þess að ég bjóst ekki við þessari frammistöðu, sérstaklega ekki í vörninni,“ sagði Pellegrini.

Pellegrini gerði breytingar á liði sínu, en leikmenn eins og Sergio Aguero, Kevin de Bruyne og Vincent Kopmany voru ekki með. City mætir Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, en Pellegrini er farinn að huga að þeim leik.

„Að minnsta kosti fjórir að þeim sem byrjuðu í dag eru ekki að byrja venjulega. Ef við hefðum spilað í gær þá hefði ég mögulega getað valið sterkara lið, en vegna þess að þetta var svona þá þurftum við að hafa leikinn gegn Real Madrid í forgangi.“

„Besta leiðin til að undirbúa sig er að vinna, en okkur tókst það því miður ekki.“

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner