sun 01. maí 2016 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Tvö glæsimörk tryggðu Ólsurum sigur í fyrsta leik
Víkingur Ó. gerði sér lítið fyrir og vann Breiðablik
Víkingur Ó. gerði sér lítið fyrir og vann Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik 1 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('33 )
1-1 Andri Rafn Yeoman ('48 )
1-2 Kenan Turudija ('83 )
Rautt spjald:Kenan Turudija, Víkingur Ó. ('90 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Nýliðar Víkings Ólafsvíkur mættu Breiðabliki í þriðja leik dagsins í Pepsi-deild karla, en leiknum var að ljúka í Kópavoginum.

Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma leiksins reis Þorsteinn Már Ragnarsson upp og skoraði frábært mark fyrir Víkinga, en það má sjá með því að smella hér.

Frábært mark hjá Þorsteini, en markið skildi liðin að í hálfleik. þetta var hans fyrsti leikur með uppeldisfélagi sínu í Pepsi-deildinni og hélt hann upp á það með frábæru marki.

Blikar komu sterkir út úr leikhléinu, en þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum skoraði Andri Rafn Yeoman og jafnaði metin.

Blikarnir voru sterkari í seinni hálfleiknum, en það eru mörkin sem telja í fótbolta. Ólsarar voru sterkari þar því Kenan Turudija kom þeim aftur yfir á 83. mínútu með öðru stórglæsilegu marki.

Það reyndist sigurmark leiksins, en Turudija lét reka sig út af í lokin. Það kom hins vegar ekki að sök og Ólsarar taka sigur í fyrsta leik sínum í Pepsi þetta árið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner