Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. maí 2016 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: FH kláraði nýliðana í Laugardalnum
Atli og Lennon skoruðu báðir
Atli og Lennon skoruðu báðir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þróttur R. 0 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('36 )
0-2 Atli Viðar Björnsson ('85 )
0-3 Atli Guðnason ('87 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

FH-ingar byrjuðu titilvörnina vel, en liðið mætti nýliðum Þróttar í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar í dag.

Flestir spá nýliðum Þróttar falli, en þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti. Það var þó FH sem náði forystunni þegar Steven Lennon skoraði eftir laglega sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í seinni hálfleik kom Atli Viðar Björnsson inn á fyrir markaskorarann Steven Lennon. Atli Viðar var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar hann skoraði annað mark FH.

Það var svo annar varamaður Kristján Flóki Finnbogason sem átti góða sendingu á Atla Guðnason sem skoraði þriða og síðasta mark FH.

Vísir.is hefur birt myndband af mörkunum, en þau má sjá með því að smella hér.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner