Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2016 19:19
Magnús Már Einarsson
Steven Lennon hrifinn af gervigrasinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon, framherji FH, segist vera ánægður með heimavelli Vals og Þróttar í Pepsi-deildinni. Bæði þessi lið spila á nýju gervigrasi.

FH sigraði Þrótt 3-0 á útivelli í dag og í síðustu viku spilaði liðið á Valsvelli í Meistarakeppninni.

„Vellirnir hjá Val og Þrótt eru stórkostlegir þegar þeir eru blautir. Mun betri en þurrir grasvellir sem eru langt frá því að vera tilbúnir," sagði Lennon á Twitter í kvöld.

Lennon skoraði fyrsta mark FH í 3-0 sigrinum á Þrótti í dag og átti góðan leik.

Lennon kom inn í liðið eftir að hafa verið mikið á bekknum í síðustu leikjum fyrir mót.



Athugasemdir
banner
banner
banner