Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 01. maí 2016 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Viðar Örn með þrennu í sigri Malmö
Rúnar Már tryggði Sundsvall stig
Viðar Örn setti þrennu
Viðar Örn setti þrennu
Mynd: Heimasíða Malmö
Rúnar Már skoraði fyrir Sundsvall
Rúnar Már skoraði fyrir Sundsvall
Mynd: Getty Images
Íslenskir leikmenn komu við sögu í tveimur leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í dag, en strákarnir stóðu svo sannarlega fyrir sínu.

Með Malmö leika tveir íslenskir leikmenn, þeir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson, en þeir byrjuðu báðir þegar Malmö fékk Hacken í heimsókn.

Kári Árna stóð sína plikt í vörninni hjá Malmö, en sömu sögu má segja af Viðari í sókninni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Hann setti tvö mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og svo fullkomnaði hann þrennuna í seinni hálfleik. Honum var síðan skipt af velli fyrir Markus Rosenberg á 71. mínútu.

Malmö vann leikinn 3-0, en liðið er með jafn mörg stig og topplið Norrköping eftir sex umferðir.

Kári og Viðar voru ekki einu Íslendingarnir sem voru að spila í Svíþjóð í dag því það var Íslendingaslagur þegar Hammarby fékk GIF Sundsvall í heimsókn.

Með Hammarby leika þrír Íslendingar, þeir Arnór Smárason, Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson, en hjá Sundsvall leika Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson. Allir Íslensku leikmennirnir byrjuðu leikinn.

Hammarby komst yfir í leiknum þegar Philip Hauglund skoraði, en sex mínútum eftir mark hans skoraði Rúnar Már Sigurjónsson og tryggði Sundsvall stig.

Malmö FF 3 - 0 Hacken
1-0 Viðar Örn Kjartansson ('34 )
2-0 Viðar Örn Kjartansson ('38 )
3-0 Viðar Örn Kjartansson ('66 )

Hammarby 1 - 1 GIF Sundsvall
1-0 Philip Hauglund ('52 )
1-1 Rúnar Már Sigurjónsson ('58 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner