Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 01. maí 2016 22:13
Fótbolti.net
Godsamskipti
Stuðningsmenn Þróttar.
Stuðningsmenn Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Notið kassamerkið #fotboltinet
Notið kassamerkið #fotboltinet
Mynd: Fótbolti.net
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á samskiptasíðunni Twitter í boði Vodafone. Fjórir leikir voru í Pepsi-deildinni í dag og lífleg umræða.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet



Sævar Jónsson, fyrrum dómari:
Valur - Fjölnir.......ágætur fótbolti hjá báðum liðum... Mæli með gervigrasi á alla velli á Íslandi #betra spil #meiri hraði #fotboltinet

Sigurður Svavarsson, fótboltaáhugamaður:
Rétt hjá Óla Jó, Valur á ekki séns í ríku liðin og ekki heldur í Fjölni á nýja fína gervigrasinu sínu #pepsideildin #fotboltinet

Stefán Pálsson, sagnfræðingur:
Skipuleggjendur þjóðvegahátíðarinnar 1994 hafa tekið að sér miðasöluna hjá Val. #fotboltinet

Snorri Valsson, stuðningsmaður Leiknis:
Mark ársins og 2. sætið skorað í 1. leik Pepsideildar af VíkingÓ #Fotboltinet #ÁgætisByrjun #Baráttan #GrænnAfÖfund

Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net:
Tók Ólsara níu leiki að vinna síðast í Pepsi. Grjótharður útisigur í fyrsta leik núna. Statement! #fotboltinet

Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net:
Vertu velkominn aftur í Pepsi @papemf10 - Þín hefur verið sárt saknað! #fotboltinet

Matthías Kristinsson, fótboltaáhugamaður:
Bjarnijo er Ranieri Íslands #fotboltinet

Orri Freyr Rúnarsson, fjölmiðlamaður:
Fátt sem lýsir Íslendingum betur en að mæta 5 mín fyrir leik og kvarta yfir því að miðasalan gangi hægt #fotboltinet #pepsi365

Brynjólfur Þór Guðmundsson, útvarpsmaður RÚV:
Versta tap #ÍA í fyrsta leik á Íslandsmóti frá 1947. Þá 4-0 gegn Val á öðru ári Skagamanna á Íslandsmóti. #Skagamenn #fotboltinet

Haukur V. Magnússon, fótboltaáhugamaður:
Þróttarar velkomnir í partýið! Má bjóða ykkur ískalda Pepsi? #fotboltinet

Haraldur Ingólfsson, fótboltaáhugamaður:
Erlendir leikm. í byrjunarliðum í Pepsi í dag: VíkÓ 6, Fjölnir 5, FH 5, ÍBV: 5, Þróttur 4, Blikar 2, Valur 2, ÍA 2.

Ívar Örn Ívarsson, fótboltaáhugamaður:
Fjórir leikir búinir í fyrstu umferð og Leicester samanburðurinn er strax orðinn þreyttur #fotboltinet #pepsi365



Athugasemdir
banner
banner
banner