Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. maí 2016 11:35
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Ég verð hér á næstu leiktíð
Ekki að fara neitt
Ekki að fara neitt
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, er sannfærður um að hann muni áfram stýra liðinu á næstu leiktíð.

Þessi hollenski reynslubolti á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en háværir orðrómar hafa verið á kreiki að undanförnu um að Jose Mourinho muni taka við liðinu í sumar.

Ef marka má orð van Gaal er ekkert til í þeim orðrómum.

„Þið munið sjá mig aftur hér á næstu leiktíð. Við vissum alltaf að þetta verkefni myndi taka þrjú ár. Upphaflega vildi ég bara tveggja ára samning en félagið vildi semja til þriggja ára."

„Í hverri viku undanfarna sex mánuði hef ég verið rekinn samkvæmt fjölmiðlum en ég er hérna ennþá. Þetta hefur reyndar gerst hjá öllum þeim félögum sem ég hef starfað fyrir,"
segir van Gaal.

Athugasemdir
banner
banner