mán 01. maí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
De Gea gerir menn hjá Real Madrid reiða
Powerade
David De Gea hefur verið lengi á óskalista Real Madrid.
David De Gea hefur verið lengi á óskalista Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon er orðaður við Manchester United.
Ryan Sessegnon er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Maí mánuður er runninn upp og það styttist ennþá meira í að leikmenn fari að ganga kaupum og sölum í sumar. Skoðum slúðrið.



Chelsea gæti haft betur gegn Manchester United í baráttunni um Andrea Belotti (23) framherja Torino því hann vill spila í Meistaradeildinni. (Sky Sports)

Manchester United hefur ákveðið að blanda sér í baráttuna um Ryan Sessgenon (16), vinstri bakvörð Fulham. (Daily Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að bjóða Kelechi Ihenacho til Borussia Dortmund sem hluta af kaupverðinu fyrir Pierre-Emerick Aubameyang (27). (Sun)

Claude Puel fær mögulega ekki að stýra Southampton áfram á næsta tímabili þar sem liðið nær ekki markmiði sínu um að enda í topp sex. (L'Equipe)

Everton er að reyna að kaupa nígeríska kantmanninn Henry Onyekuru (19) frá KAS Eupen í Belgíu á sjö milljónir punda. (Sun)

David De Gea (26) markvörður Manchester United er á óskalista Real Madrid. De Gea hefur þó gert menn hjá Real brjálaða með því að senda SMS á fyrrum liðsfélaga sína hjá Atletico Madrid og óska þeim góðs gengis í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real. (Diario Gol)

Theo Hernandez (19) varnarmaður Atletico Madrid, Hecter Bellerin (22) bakvörður Arsenal, Philippe Coutinho (24) leikmaður Liverpool og Marco Verratti (24) hjá PSG eru á óskalista Barceleona í sumar. Börsungar þurfa þó að selja leikmenn fyrst til að fá pening í kassann. (AS)

Jordi Alba (28), vinstri bakvörður Barcelona, er ósáttur með spiltímann sem hann hefur fengið á tímabilinu en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Metro)

Laurent Koscielny (31), varnarmaður Arsenal, er á óskalista Manchester City og Marseille fyrir sumarið. (Sun)

Arsenal, Chelsea, Manchester City og Manchester United vilja öll fá Patrik Schick (21) framherja Sampdoria í sínar raðir en Inter og Atletico Madrid hafa einnig áhuga. (Gazzetta dello Sport)

Chelesa hefur boðið Kenneth Omeruo (23) til Napoli sem hluta af kaupverði fyrir varnarmanninn Kalidou Koulibaly (25). (Own Goal Nigeria)

AC Milan hefur samið við Franck Kessie (20), miðjumann Atalanta, en hann hefur einnig verið á óskalista Chelsea. (Calcio Mercato)

Jordan Pickford (23), markvörður Sunderland, gæti óvænt farið til Newcastle. (Sunderland Echo)

Sergio Romero (30), markvörður Manchester United, er á óskalista Zhang Jindong í Kína. (Tutto Mercato Web)
Athugasemdir
banner
banner
banner