Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mið 01. maí 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Mbappe og Sancho byrja
Mbappe er á sínum stað í liði PSG
Mbappe er á sínum stað í liði PSG
Mynd: EPA
Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Signal Iduna Park klukkan 19:00 í kvöld.

Jadon Sancho, sem er á láni hjá Dortmund frá Manchester United, er í byrjunarliði þýska liðsins. Edin Terzic, þjálfari Dortmund, stillir upp nákvæmlega sama liði og vann seinni leikinn gegn Atlético Madríd í 8-liða úrslitum.

Kylian Mbappe er fremsti maður hjá Paris Saint-Germain, en með honum frammi eru þeir Bradley Barcola og Ousmane Dembele.

Dortmund: Kobel, Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen, Emre Can, Sabitzer, Adeyemi, Brandt, Sancho, Fullkrug.

PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Hernandez, Mendes, Zaire-Emery, Vitinha, Ruiz, Dembele, Barcola, Mbappé.
Athugasemdir
banner
banner
banner