Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mið 01. maí 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Diljá tapaði í bikarúrslitum - Hildur með stoðsendingu í sigri
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Leuven töpuðu fyrir Club Brugge í bikarúrslitum í Belgíu í dag.

Íslenska landsliðskonan hefur verið besti leikmaður Leuven á tímabilinu og er sem stendur markahæst í deildinni.

Hún byrjaði hjá Leuven í dag, sem komst yfir með ótrúlegu marki frá hinni 18 ára gömlu Saar Janssen. Þrumuskot hennar fór af varnarmanni og yfir markvörð Brugge.

Brugge jafnaði metin og náði þannig að knýja fram framlengingu en ekkert var skorað þar og því þurfti að finna sigurvegara í gegnum vítakeppni.

Leuven klúðraði tveimur spyrnum á meðan Brugge skoraði úr öllum sínum og er því Brugge bikarmeistari í Belgíu þetta árið.

Hildur Antonsdóttir lagði upp fyrra mark Fortuna Sittard í 2-0 sigri liðsins á Twente í hollensku úrvalsdeildinni. Hildur og María Catharina Gros Ólafsdóttir voru báðar í byrjunarliði Sittard en Lára Kristín Pederson sat allan tímann á varamannabekknum.

Sittard er í 4. sæti deildarinnar með 37 stig.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn af bekknum hjá Fiorentina sem gerði 2-2 jafntefli við Inter í meistarariðli Seríu A. Fiorentina er í 3. sæti með 42 stig eftir 24 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner